Enski boltinn

Ever­ton ekki tapað í síðustu átta deildar­leikjum sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordan Pickford er markvörður Everton.
Jordan Pickford er markvörður Everton. EPA-EFE/PETER POWELL

Það má með sanni segja að ráðning David Moyes hafi verið vendipunktur tímabilsins hjá Everton. Liðið var í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en nú hefur það farið átta leiki án þess að bíða ósigur.

Everton sótti Úlfana heim í síðast aleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru að berjast við falldrauginn þó Everton sé svo gott sem búið að hrekja hann á brott. Moyes ætlar þó ekki að leyfa sínum mönnum að slaka á og kom Jack Harrison þeim yfir á 33. mínútu eftir undirbúning Jesper Lindström.

Marshall Munetsi jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn í Wolves í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í hálfleik. Bæði lið nældu sér í tvö gul spjöld í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að þenja netmöskvana og lokatölur 1-1.

Everton situr nú í 14. sæti með 33 stig líkt og Tottenham Hotspur, Manchester United og West Ham United sem eru í sætunum yfir ofan og neðan lærisveina Moyes. Öll þrjú eiga þó leik til góða á Everton.

Úlfarnir eru í 17. sæti með 23 stig, sex stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×