Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2025 14:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu gegn Borussia Dortmund ásamt Ngal'ayel Mukau. ap/Martin Meissner Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56