Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Arne Slot og hans menn eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í París í kvöld. Getty/Antonio Borga Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki ganga svo langt að segja að lið sitt sé það besta í Evrópu eins og Luis Enrique, stjóri PSG, talaði um í aðdraganda stórleiks liðanna í kvöld. Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira