„Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:47 Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA Þorsteinn Halldórsson sagði íslenska liðið hafi gert franska liðinu erfitt fyrir oft á tíðum í 3-2 tapinu í Le Mans í kvöld. Hann kallaði eftir stuðningi áhorfenda í heimaleikjunum sem framundan eru í apríl. „Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
„Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti