„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Laia Codina faðmar Jenni Hermoso, sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu forseta spænska knattspyrnusambandsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Málið sem um ræðir hefur dregið langan dilk á eftir sér en í síðustu viku féll loks dómur. Fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi eftir að hafa haldið um höfuð og kysst Jenni Hermoso á munninn þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023. Rubiales slapp við fangelsisvist en þarf að greiða 10.800 evrur í sekt, eða jafnvirði um 1,6 milljóna króna. „Sem hópur og lið höfum við styrkst, ég finn það – við stöndum miklu sterkari andlega. Við höfum allar upplifað mikla erfiðleika utan vallar.“ „Gott dæmi um það er leikurinn gegn Belgíu í síðustu viku [þar sem Spánn sneri 2-0 stöðu í 2-3 sigur]. Fyrir tveimur held ég að við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Laia Codina í viðtali við BBC. Spain were down 2-0 to Belgium in 72nd minute of their women's Nations League tie and then:77'—Spain 1-2 Belgium90+2'—Spain 2-2 Belgium90+6'—Spain 3-2 Belgium Left it late ⏱️ pic.twitter.com/SqH6BYqUIn— B/R Football (@brfootball) February 21, 2025 Codina var meðal þeirra sem sagði sig frá landsliðsstörfum meðan Rubiales var enn forseti. Hún sagði síðustu viku hafa verið erfiða þar sem hún þurfti að fljúga til Spánar til að bera vitnisburð í málinu, og drífa sig svo aftur til Englands þar sem hún er leikmaður Arsenal sem spilaði bikarleik við Chelsea í síðustu viku. Laia Codina flaug til Spánar í síðustu viku og bar vitnisburð í málinu líkt og Irene Paredes, Alexia Putellas og Misa Rodriguez.Beatriz Ciscar/Europa Press via Getty Images „Ég vona bara að nú fari allt vel og við getum loksins farið að tala aftur um fótbolta. Við viljum tala um afrekin inni á vellinum, þetta lið hefur unnið HM og Þjóðadeildina. Við viljum að fólkið á Spáni sjái okkur sem fótboltakonur og sé stolt af okkur fyrir það. Bara það.“ Sagði Codina einnig.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira