Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:31 Antony fagnar marki með Marc Roca, liðsfélaga sínum hjá Real Betis. Antony hefur haft næga ástæðu til að brosa að undanförnu. Getty/Joaquin Corchero Endurkoma fótboltatímabilsins í Evrópu gæti mögulega verið tilfærsla brasilíska knattspyrnumannsins Antony frá Manchester United til spænska félagsins Real Betis. Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Antony var lánaður frá United eftir að hafa verið kominn út kuldann á Old Trafford en hann hefur mátt þola miskunnarlausa gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins. Þessi skipti hafa kallað fram nýjan leikmann. Antony hefur verið valinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum liðsins og hefur skorað fleiri mörk einn í febrúar en allt Manchester United liðið til samans. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð í 3-0 sigri á Real Sociedad um síðustu helgi. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að byrja vel. Ég fann sjálfan mig aftur. Þegar við erum ánægðir þá mætum við ánægðir í vinnuna. Þá koma hlutirnir náttúrulega til þín,“ sagði Antony við RTV Betis. „Ég vakna brosandi á hverjum morgni og ég fer að sofa brosandi. Það er það mikilvægasta í mínum augum,“ sagði Antony. „Ég fékk lítið að spila hjá United en lagði mikið á mig á hverjum degi. Ég er þakklátur fyrir tíma minn í Manchester og þar átti ég erfiða tíma en líka góða,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Ég vann tvo titla með United [Enski bikarinn 2024, enski deildbikarinn 2023] og ég er ánægður með það. Þegar ég segi að ég hafi fundið mig hér þá snýst það allt um að vera hamingjusamur,“ sagði Antony.„Ég varð að vera aftur ánægður með sjálfan mig og það er eins og við séum aftur komin til Brasilíu. Sólin hjálpar mikið til og hún skín meira hér. Ég er mjög ánægður hér,“ sagði Antony. Antony er ekki hættur og segir að það sé von á meiru. „Þetta hefur verið mjög gott en ég ætla mér meira. Ég er mjög sáttur með að hafa verið kosinn maður leiksins í síðustu þremur leikjum en eins og ég hef sagt áður þá er gengi liðsins það mikilvægasta. Ef liðið er að vinna þá eru allir ánægðir,“ sagði Antony. Antony mætir Andra Lucas Guðjohnsen og félögum í Gent í Sambandsdeildinni í kvöld en spænska liðið er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og því í frábærri stöðu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira