Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Arnór er kominn í heiðbláa treyju Malmö. Mynd/Malmö FF Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti. Sænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti.
Sænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira