Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 22:22 Alphonso Davies fagnar markinu sem kom Bayern áfram. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Nicolas-Gerrit Kühn Celtic óvænt yfir og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Það stefndi allt í framlengingu en Alphonso Davies hafði ekki áhuga á því og tryggði Bayern farseðilinn í 16-liða úrslit með marki af stuttu færi þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Bayern mætir Atlético Madríd eða Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum. Alphonso Davies breaks Celtic hearts in Munich ⏱️#UCL pic.twitter.com/3x4tiyUFza— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Brugge frá Belgíu hafði unnið nokkuð óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna og var talið næsta víst að Evrópudeildarmeistarar Atalanta myndu taka sig saman í andlitinu. Annað kom þó á daginn. Hinn 19 ára gamli Chemsdine Talbi kom Brugge yfir strax í upphafi leiks og tvöfaldaði forystu gestanna á 27. mínútu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Ferran Jutgla þriðja mark Brugge en hann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins. Christos Tzolis lagði upp hin tvö mörkin og staðan 0-3 í hálfleik. Ademola Lookman kom inn af bekknum hjá Atalanta í hálfleik og minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann fékk svo kjörið tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar klukkustund var liðin en Simon Mignolet varði vítaspyrnu Lookman þá meistaralega. Staðan var enn 1-3 þegar miðvörðurinn Rafael Toloi fékk beint rautt spjald í liði Atalanta. Segja má að þar með hafi heimamenn endalega gefist upp. Club Brugge vann því leikinn 3-1 og einvígið 5-2. Belgarnir mæta annað hvort Lille eða Aston Villa í 16-liða úrslitum. Club Brugge book their spot in the round of 16 👏#UCL pic.twitter.com/XzhCrW51ww— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Í Lissabon í Portúgal var Mónakó í heimsókn hjá Benfica. Heimamenn leiddu 1-0 eftir fyrri leikinn og kom Kerem Aktürkoğlu þeim yfir á 22. mínútu. Takumi Minamino jafnaði metin fyrir Mónakó og staðan 1-1 í hálfleik. Eliesse Ben Seghir kom Mónakó yfir í síðari hálfleik en Vangelis Pavlidis jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hinn 18 ára gamli George Ilenikhena kom Mónakó yfir á nýjan leik en aftur jöfnuðu heimamenn. Orkun Kökçü með markið sem tryggði Benfica sæti í 16-liða úrslitum. Benfica hold on for a place in the round of 16 🦅#UCL pic.twitter.com/8R8bE8WJs0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 18, 2025 Benfica mætir Barcelona eða Liverpool í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. 18. febrúar 2025 19:49