Cocca tók við af Paulo Pezzolano, sem kom liðinu upp í úrvalsdeild á síðasta tímabili en var síðan látinn fara í desember eftir að hafa aðeins unnið tvo af fimmtán leikjum.
Á tæpum tveimur mánuðum í starfi stýrði Cocca átta leikjum, þar með einum bikarleik gegn þriðju deildar liði, og tapaði öllum nema einum, 1-0 deildarsigur gegn Real Betis í byrjun janúar.
Þolinmæðin var ekki mikil og Cocca var rekinn í dag, eftir 4-0 tap gegn Sevilla á sunnudag.
Eigandi liðsins, hinn brasilíski Ronaldo Nazario, er nú aftur í þjálfaraleit. Talið er þó að hann hyggist selja meirihlut sinn í félaginu og sækjast eftir starfi hjá brasilíska knattspyrnusambandinu.