Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 09:30 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola hafa mæst reglulega með sín lið Vísir/Getty Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti