Fótbolti

Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ónafngreindur fótboltaþjálfari er á leið í fangelsi í Svíþjóð. Myndin tengist fréttinni þó ekki beint.
Ónafngreindur fótboltaþjálfari er á leið í fangelsi í Svíþjóð. Myndin tengist fréttinni þó ekki beint. Getty/Nicolò Campo

Sænskur fótboltaþjálfari, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, hefur verið dæmdur í 21 mánaða fangelsi.

Auk þess að fá þennan næstum því tveggja ára dóm þá má þjálfarinn ekki taka þátt í rekstri fyrirtækis í heil þrjú ár.

@Sportbladet

Hann var dæmdur sekur fyrir ýmiss konar fjármagnsbrot og peningaþvætti í gegnum tvö fyrirtæki sín.

Sænskir fjölmiðlar eins og Aftonbladet nafngreina ekki manninn en segja að hann sé þekktur fótboltaþjálfari.

Sænski ríkisskattstjórinn var á eftir honum fyrir skattasvindl en hann greindi ekki frá tekjum upp á meira en milljón sænskra króna árið 2020 og um tæpar fjögur hundruð þúsund sænskar krónur árið eftir. Í íslenskum krónum voru þetta 15,6 milljónir króna 2020 og fimm milljónir árið eftir.

Þjálfarinn færði stórar upphæðir af sínum reikningi yfir á aðra reikninga til að reyna að blekkja skattaryfirvöld.

Dómurinn féll 7. febrúar síðastliðinn og bannið tekur strax gildi. Hann var dæmdur sekur fyrir tvenn bókhaldssvik, tvö alvarleg tilfelli peningaþvottar og um sex tilfelli í viðbót af peningaþvætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×