Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2025 20:50 Guðrún Hafsteinsdóttir býður fram krafta sína til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag. Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira