Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 17:31 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík vill taka varfærin skref. Flokkur fólksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. Einnig var haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar fyrr í dag að það væri „fullmikið að segja“ að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins segir að oddvitar flokkanna fjögurra hafi rætt stuttlega saman í dag. Þegar fréttamaður náði tali af henni sat hún og íhugaði stöðuna áður en hún hélt á fund með sínu flokksfólki. Hún segir að margir séu sárir yfir umræðunni um flokkinn síðustu vikur og það hafi rist dýpra en hana hafi upphaflega grunað. Hlutirnir hafi gerst hratt síðasta sólarhringinn og borgarstjóri ekki rætt við sig um nýjan meirihluta áður en hann rifti meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í gærkvöldi. Mikið hefur gengið á í ráðhúsi Reykjavíkur síðustu daga. Vísir/Vilhelm Vilji vera varkár Helga segir að nú þurfi að hafa hug á mörgu og fara yfir málin. „Þegar þetta gerist svona bratt, þá þurfum við að heyra í okkar stofnunum og maður vill ekki vera að taka einn svona ákvörðun. Það verður að vera sátt um það.“ Minna hafi verið um formlegar viðræður í dag og hún vilji hafa stuðning í flokknum og baklandinu áður en farið verður í eitthvað alvarlegra. „Svo erum við líka í stjórnarsamstarfi og það hefur mikið gengið á og verið að ráðast á okkur. Við viljum vera varkár,“ segir Helga. Hún kunni vel við fulltrúa Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar en málefni Flokks fólksins gangi ofar öllu. Byggja þurfi upp fyrir þá sem minna mega sín og vinna meira með fólkinu í borginni. Umræðan verið neikvæð Helga segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan stjórnmálaflokka og þá þurfi bara vinna sig niður á lausn. Það sé helst þátttaka Sjálfstæðisflokksins í mögulegu samstarfi sem sé að trufla hennar fólk. „Sérstaklega í ljósi þess að umræðan í okkar garð hefur verið mjög neikvæð. Það hefur hreinlega verið mjög erfitt fyrir fólk. Ég finn að fólkið er sárt.“ „Ég vissi ekki í upphafi að það væru svona mikil særindi út af þessu máli.“ Þrátt fyrir það sé gott sjálfstæðisfólk í borgarstjórn og hún hafi ekki fundið fyrir því að verið sé að ráðast á sig eða aðra fulltrúa flokksins í borginni. Ekki viss hvort hún taki undir með fráfarandi oddvita Kolbrún Áslaug Baldursdóttir yfirgefur nú oddvitasætið í borginni til að taka sæti á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Hún hyggst biðjast formlega lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún sagðist fyrr í dag fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ bætti Kolbrún við. Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal formannsins Ingu Sæland við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns flokksins og formanns atvinnuveganefndar vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Helga segist ekki hafa myndað sér skoðun á ummælum Kolbrúnar og hvort hún taki undir þessi sjónarmið. Nú þurfi hún að funda betur með sínu fólki og hlusta á það sem það hafi að segja. Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Einnig var haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar fyrr í dag að það væri „fullmikið að segja“ að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins segir að oddvitar flokkanna fjögurra hafi rætt stuttlega saman í dag. Þegar fréttamaður náði tali af henni sat hún og íhugaði stöðuna áður en hún hélt á fund með sínu flokksfólki. Hún segir að margir séu sárir yfir umræðunni um flokkinn síðustu vikur og það hafi rist dýpra en hana hafi upphaflega grunað. Hlutirnir hafi gerst hratt síðasta sólarhringinn og borgarstjóri ekki rætt við sig um nýjan meirihluta áður en hann rifti meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í gærkvöldi. Mikið hefur gengið á í ráðhúsi Reykjavíkur síðustu daga. Vísir/Vilhelm Vilji vera varkár Helga segir að nú þurfi að hafa hug á mörgu og fara yfir málin. „Þegar þetta gerist svona bratt, þá þurfum við að heyra í okkar stofnunum og maður vill ekki vera að taka einn svona ákvörðun. Það verður að vera sátt um það.“ Minna hafi verið um formlegar viðræður í dag og hún vilji hafa stuðning í flokknum og baklandinu áður en farið verður í eitthvað alvarlegra. „Svo erum við líka í stjórnarsamstarfi og það hefur mikið gengið á og verið að ráðast á okkur. Við viljum vera varkár,“ segir Helga. Hún kunni vel við fulltrúa Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar en málefni Flokks fólksins gangi ofar öllu. Byggja þurfi upp fyrir þá sem minna mega sín og vinna meira með fólkinu í borginni. Umræðan verið neikvæð Helga segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan stjórnmálaflokka og þá þurfi bara vinna sig niður á lausn. Það sé helst þátttaka Sjálfstæðisflokksins í mögulegu samstarfi sem sé að trufla hennar fólk. „Sérstaklega í ljósi þess að umræðan í okkar garð hefur verið mjög neikvæð. Það hefur hreinlega verið mjög erfitt fyrir fólk. Ég finn að fólkið er sárt.“ „Ég vissi ekki í upphafi að það væru svona mikil særindi út af þessu máli.“ Þrátt fyrir það sé gott sjálfstæðisfólk í borgarstjórn og hún hafi ekki fundið fyrir því að verið sé að ráðast á sig eða aðra fulltrúa flokksins í borginni. Ekki viss hvort hún taki undir með fráfarandi oddvita Kolbrún Áslaug Baldursdóttir yfirgefur nú oddvitasætið í borginni til að taka sæti á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Hún hyggst biðjast formlega lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún sagðist fyrr í dag fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ bætti Kolbrún við. Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal formannsins Ingu Sæland við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns flokksins og formanns atvinnuveganefndar vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Helga segist ekki hafa myndað sér skoðun á ummælum Kolbrúnar og hvort hún taki undir þessi sjónarmið. Nú þurfi hún að funda betur með sínu fólki og hlusta á það sem það hafi að segja.
Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25