Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili.
Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí.
Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta.
Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar.
Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla.
Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær.
Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins.
„Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad.
Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga.
Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020.