Tíska og hönnun

Halla for­seti rokkar svart og hvítt

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Halla Tómasdóttir er einkar glæsileg í jakkanum.
Halla Tómasdóttir er einkar glæsileg í jakkanum. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir forseti Íslands valdi stílhreinan klæðaburð fyrir þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna.

Halla klæðist svörtum buxum og svörtum skóm og skartar hvítum perlueyrnalokkum við. 

Jakkinn minnir sterklega á þýska gæðahönnun Gerry Weber sem sérhæfir sig meðal annars í klæðilegum jökkum. Elsta kvenfataverslun landsins Bernharð Laxdal selur merkið þó að þessi tiltekni jakki sé ekki fáanlegur þar samkvæmt vefsíðu verslunarinnar. 

Hægt er að finna jakkann á netverslun Amazon á tæplega 18 þúsund íslenskar krónur. 

Jakkinn er bæði flottur og eflaust mjög þægilegur.

Tengdar fréttir

Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju?

Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. 

Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur

Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.