Áslaug hafi þennan „x-factor“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 19:18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira