Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins - og mögulega verðandi formaður. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu. Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira