Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 16:43 Granit Xhaka og félagar töpuðu mikilvægum stigum. EPA-EFE/FILIP SINGER Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg. Leverkusen byrjaði vel og Patrik Schick kom þeim yfir eftir átján mínútur. Þegar 36 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Aleix Garcia forystu gestanna. Florian Wirts var arkitektinn bakvið bæði mörkin. Heimamenn í RB Leipzig létu þetta ekki slá sig út af laginu og minnkaði David Raum muninn áður en fyrri hálfleik var lokið. Staðan 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn voru mikið meira með boltann í síðari hálfleik en það virtist sem gestirnir ætluðu að halda út. Allt kom þó fyrir ekki og þegar fimm mínútur voru eftir varð Edmond Tapsoba fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. We share the points in Leipzig. 90+5' | 2-2 | #RBLB04 pic.twitter.com/emNixN81I6— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) January 25, 2025 Hvað Bayern varðar þá kom Harry Kane þeim yfir eftir undirbúning Eric Dier þegar stundarfjórðungur var liðin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari tvöfaldaði Kim Min-Jae forystuna eftir sendingu Joshua Kimmich áður en Matthias Ginter minnkaði muninn. Nær komust heimamenn í Freiburg ekki og lauk leiknum með 2-1 útisigri Bayern. ➕3️⃣ Wir gewinnen gegen Freiburg! 👊 Wichtig!🔴 #SCFFCB | 1-2 | 90' pic.twitter.com/glyRyK8vET— FC Bayern München (@FCBayern) January 25, 2025 Bayern er á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 19 leikjum á meðan Leverkusen er með 42 stig í öðru sætinu eftir jafn marga leiki. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Leverkusen byrjaði vel og Patrik Schick kom þeim yfir eftir átján mínútur. Þegar 36 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Aleix Garcia forystu gestanna. Florian Wirts var arkitektinn bakvið bæði mörkin. Heimamenn í RB Leipzig létu þetta ekki slá sig út af laginu og minnkaði David Raum muninn áður en fyrri hálfleik var lokið. Staðan 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn voru mikið meira með boltann í síðari hálfleik en það virtist sem gestirnir ætluðu að halda út. Allt kom þó fyrir ekki og þegar fimm mínútur voru eftir varð Edmond Tapsoba fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. We share the points in Leipzig. 90+5' | 2-2 | #RBLB04 pic.twitter.com/emNixN81I6— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) January 25, 2025 Hvað Bayern varðar þá kom Harry Kane þeim yfir eftir undirbúning Eric Dier þegar stundarfjórðungur var liðin. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari tvöfaldaði Kim Min-Jae forystuna eftir sendingu Joshua Kimmich áður en Matthias Ginter minnkaði muninn. Nær komust heimamenn í Freiburg ekki og lauk leiknum með 2-1 útisigri Bayern. ➕3️⃣ Wir gewinnen gegen Freiburg! 👊 Wichtig!🔴 #SCFFCB | 1-2 | 90' pic.twitter.com/glyRyK8vET— FC Bayern München (@FCBayern) January 25, 2025 Bayern er á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 19 leikjum á meðan Leverkusen er með 42 stig í öðru sætinu eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira