Fótbolti

Við­ræður við Solskjær langt á veg komnar

Aron Guðmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær er nálægt því að landa starfi í Tyrklandi 
Ole Gunnar Solskjær er nálægt því að landa starfi í Tyrklandi 

Viðræður tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Besiktas við Ole Gunnar Solskjær eru langt á veg komnar og bendir allt til þess að Norðmaðurinn sé næsti þjálfari liðsins. 

Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano núna í kvöld og vitnar þá einnig í Sports Digitale. 

Solskjær, sem gerði á sínum tíma garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og varð seinna meir knattspyrnustjóri liðsins, hefur verið án starfs síðan að honum var sagt upp störfum hjá Rauðu Djöflunum. 

Romano segir viðræður Besiktas og Solskjær komnar á lokastig og mun samningurinn þeirra á milli gilda næsta eina og hálfa árið. 

Besiktas sem er eitt af stærstu liðum Tyrklands hefur ekki gengið vel á yfirstandandi tímabili. Liðið er sem stendur í 6.sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Galatasaray þegar að átján umferðir hafa verið leiknar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×