Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. janúar 2025 10:45 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT segir stéttarfélagið Eflingu í raun vera gervistéttarfélag. Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“ Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira