Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 11:32 Arnór Sigurðsson hefur lítið getað spilað með Blackburn í vetur og rennur núgildandi samningur hans við félagið út í sumar. Getty/Gary Oakley Þrjú sænsk félög hafa sýnt því áhuga að fá Arnór Sigurðsson, landsliðsmann í fótbolta, frá Blackburn. Samningur Arnórs við enska félagið rennur út í sumar. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti