Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 19:31 Will Zalatoris og Cameron Davis gerðu klaufaleg mistök og var líka refsað fyrir það. Getty/Tracy Wilcox/Sarah Stier Atvinnukylfingarnir Cameron Davis og Will Zalatoris gerðu afdrifarík mistök á Sentry golfmótinu á Havaí um helgina. Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Golf Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Menn hafa nú reiknað að mistökin hafi kostað þá samanlagt meira en þrjú hundruð þúsund Bandaríkjadali eða meira en 47 milljónir króna. BBC segir frá. Mistökin urðu á fimmtándu holu á lokahringnum. Þeir slógu þá fyrir mistök golfbolta hvors annars. Báðir fengu þeir tvö högg í víti fyrir vikið. Þeir voru að slá sitt þriðja högg á holunni þegar þeir rugluðust á boltum. Regluverðir mótsins létu þá endurtaka þriðja höggið en það var ekki lengur þriðja höggið þeirra heldur það fimmta. Án þess að fá þessa tveggja högga refsingu þá hefðu þeir Davis og Zalatoris unnið sér inn samtals 339 þúsund Bandaríkjadölum meira eða 47,5 milljónum meira talið í íslenskum krónum. Davis endaði á því að spila á 22 höggum undir pari og hann fékk vissulega 410 þúsund dali í verðlaunafé eða 57,5 milljónir. Hann hefði fengið rúmlega 715 þúsund dali án refsihögganna sem eru meira en hundrað milljónir króna. Zalatoris spilaði á 19 höggum undir pari og fékk 163 þúsund dali í verðlaunafé eða 22,9 milljónir. Án refsingarinnar hefði hann fengið 283 þúsund dali eða 39,7 milljónir. Japaninn Hideki Matsuyama vann mótið. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Golf Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira