Fótbolti

Hlín endursamdi við Kristianstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 43 landsleiki og skorað sex mörk.
Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 43 landsleiki og skorað sex mörk. vísir/anton

Landsliðskonan í fótbolta, Hlín Eiríksdóttir, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Kristianstad í Svíþjóð.

Hlín lék einkar vel fyrir Kristianstad á síðasta tímabili og var næstmarkahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán mörk.

Framganga Hlínar vakti athygli annarra liða, í Svíþjóð og annars staðar. En hún ákvað að halda kyrru fyrir hjá Kristianstad.

„Það hefur aldrei verið neinn vafi að ef ég héldi áfram að spila í Svíþjóð yrði það fyrir Kristianstad,“ sagði Hlín eftir að hún framlengdi samning sinn við Íslendingaliðið.

Hin 24 ára Hlín kom til Kristianstad frá Piteå fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×