Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2025 07:30 Glódís Perla Viggósdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2024 nokkrum dögum áður fékk hún fálkaorðuna. Hún er fyrirliði Bayern Munchen og íslenska landsliðsins í fótbolta. Mikil fyrirmynd innan sem og utan vallar. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig. HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“ Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“
Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02
Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58