Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2025 07:30 Glódís Perla Viggósdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2024 nokkrum dögum áður fékk hún fálkaorðuna. Hún er fyrirliði Bayern Munchen og íslenska landsliðsins í fótbolta. Mikil fyrirmynd innan sem og utan vallar. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig. HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“ Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
HK blés til allsherjar fögnuðar í höfuðstöðvum sínum í Kórnum í gær þar sem að Glódís Perla, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, mikill HK-ingur og nýkjörin íþróttamaður ársins var heiðruð að viðstöddu margmenni.„Ótrúlega ljúft að koma hingað,“ segir Glódís í samtali við íþróttadeild. „Það hefur mikið breyst síðan að ég var í HK á sínum tíma. Félagið hefur vaxið. Bara ótrúlega gaman að koma hingað og sjá hversu mikið hefur gerst og hversu mikla þýðingu ég hef fyrir klúbbinn.“ Ungviðinu á svæðinu gafst svo tækifæri til þess að hitta fótboltastjörnuna og fá hjá henni eiginhandaráritun, þeirra á meðal voru þrjár fótboltastelpur úr HK, þær Kamilla, Elísa og Erla sem ætla sér allar að verða fótboltakonur eins og Glódís en rætt er við þær í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Glódís heldur brátt af landi brott til Þýskalands þar sem baráttan með Bayern Munchen tekur við en ekki hefur verið um neitt venjulegt frí yfir hátíðirnar að ræða hjá henni hér heima. Hún var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag og eins og fyrr sagði valin íþróttamaður ársins. Veran hér á landi hefur snert við henni og hún þarf tíma til þess að melta allt það sem hefur drifið á hennar daga hér á landi yfir hátíðirnar. „Ég held ég verði að gefa mér smá tíma í það þegar að ég held aftur út. Að setjast niður og virkilega hugsa um þetta, leyfa mér að njóta alls þess sem hefur gerst núna. Þetta eru náttúrulega bara algjör forréttindi, að vera í þessari stöðu sem ég er í. Maður finnur fyrir svo mikilli hlýju og ást frá samfélaginu, frá Íslandi, frá HK. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Að vera heima núna.“
Íþróttamaður ársins Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn HK Fótbolti Tengdar fréttir Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02 Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forseta Íslands og öðrum góðum gestum. 5. janúar 2025 10:02
Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. 4. janúar 2025 20:58