Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 11:06 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (t.h.) kærði ummæli Stefáns Einars Stefánssonar (t.h.) um sig sem féllu í spjallþætti á mbl.is í október. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum. Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku. Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku.
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira