Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 06:31 Maestro sýndi mikinn andlegan styrk og fórnfýsi fyrir Adana Demirspor sem vann leikinn. Getty/Eren Bozkurt Angólski knattspyrnumaðurinn Maestro fékk slæmar fréttir í miðjum leik í tyrknesku deildinni á dögunum en sýndi mikinn andlegan styrk með því að klára leikinn. Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Tyrkneski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Tyrkneski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira