Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 06:31 Maestro sýndi mikinn andlegan styrk og fórnfýsi fyrir Adana Demirspor sem vann leikinn. Getty/Eren Bozkurt Angólski knattspyrnumaðurinn Maestro fékk slæmar fréttir í miðjum leik í tyrknesku deildinni á dögunum en sýndi mikinn andlegan styrk með því að klára leikinn. Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira