Talsverðar líkur á hvítum jólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2024 12:02 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. „Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“ Veður Jól Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“
Veður Jól Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira