Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 23:16 Youssoufa Moukoko er nú í láni hjá franska félaginu Nice frá þýska félaginu Borussia Dortmund. Getty/Marco Steinbrenner Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu. Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira