Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 15:31 Vituð ér enn - eða hvat? Grímur Grímsson leggur hér við hlustir. Vísir/Vilhelm Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. „Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Sjá meira
„Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Sjá meira