Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu gegn Girona í gærkvöld. Getty/Felipe Mondino Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira