Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 13:46 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Einar Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57