Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 11:31 Ryan Gravenberch þurfti að sinna viðtalsbeiðnum í Girona í gær. Getty/Andrew Powell Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur slegið í gegn með Liverpool á þessari leiktíð, eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jürgens Klopp síðasta vetur. Hann er mættur til Spánar í leik gegn Girona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
„Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn