Missti tönn en fann hana á vellinum Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:00 Dani Olmo missti tönn eftir þessa glímu við Marc Bartra um helgina. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarinn Dani Olmo missti tönn í baráttu við Marc Bartra, í leik Barcelona og Real Betis í spænsku 1. deildinni í fótbolta um helgina. Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld. Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Olmo og Bartra áttust við á 30. mínútu leiksins, sem var á heimavelli Betis, sem endaði með því að Bartra togaði Olmo niður. Olmo varð þá fyrir því óláni að fá hæl Bartra framan í andlitið og við það missti hann tönn, eða tannkrónu, í grasið. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og fann hana strax í grasinu. Dani Olmo lost a tooth after a duel with Marc Bartra, but later found it on the pitch during Barcelona’s match against Real Betis 🦷😲 pic.twitter.com/3O23uJekNL— CentreGoals. (@centregoals) December 8, 2024 Liðsfélagar Olmo virtust hafa gaman að þessu óvenjulega atviki og í hálfleik mátti sjá hina ungu liðsfélaga hans, Lamine Yamal og Pedri, spjalla saman um þetta: „Það blæddi ekkert og hann tók tönnina út,“ sagði Yamal. „Kom ekkert blóð?“ spurði Pedri. „Það kom ekkert blóð út en af hverju hentuð þið henni?“ spurði Yamal. „Hann var með hana í hendinni og ég sagði: Geymdu hana, áttu einhvern fá hana,“ svaraði Pedri. Einn sigur í síðustu fimm Olmo missti ekki bara tönn heldur missti Barcelona af tveimur stigum því Betis náði að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki varamannsins Assane Diao undir lokin. Robert Lewandowski hafði komið Barcelona yfir en Giovani Lo Celso jafnaði fyrir Betis af vítapunktinum. Ferran Torres kom Barcelona yfir að nýju þegar um tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til. Barcelona er enn efst í deildinni með 38 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid, eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum. Real á leik til góða. Næsti leikur Börsunga er hins vegar í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund annað kvöld.
Spænski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira