Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 14:56 Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi og hefur umsjón innanlandsstarfs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg. Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg.
Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira