Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 18:57 Tæplega helmingi kjósenda líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Samfylkingar. Vísir Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent