Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2024 20:00 Yamal hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í 16 deildar- og Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur hlotið nafnbótina Gulldrengur (e. Golden Boy) ársins eftir vasklega frammistöðu sína á liðnu ári. Þá hefur Vicky López, leikmaður Barcelona og spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hlotið nafnbótina Gullstúlka (e. Golden Girl) ársins. Hinn 17 ára gamli Yamal hefur verið frábær á leiktíðinni sem nú stendur yfir. Hann var ljósi punkturinn á annars döpru tímabili Börsunga á síðustu leiktíð og þá var hann í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta sumar. ⭐ 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐁𝐨𝐲 𝟐𝟎𝟐𝟒 ⭐ pic.twitter.com/Sf3cQp8W4E— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 27, 2024 Nafnbótina hlýtur sá leikmaður undir 21 árs aldrei sem hefur staðið sig best ár hvert. Verandi aðeins 17 ára og fjögurra mánaða gamall er Yamal yngsti leikmaðurinn til að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Gavi, samherji Yamal hjá Barcelona, var sá yngsti til að vinna verðlaunin en hann var 18 ára og 77 daga gamall þegar hann vann árið 2022. Segja má að Barcelona hafi unnið tvöfalt í ár þar sem hin 18 ára gamla Vicky López hlaut nafnbótina Gullstúlka ársins. Hún gekk í raðir Börsunga árið 2022 og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Spán. 🏆 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐆𝐢𝐫𝐥 & 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐖𝐨𝐦𝐚𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟒🏆 pic.twitter.com/S2OApDNEaS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) November 27, 2024 Yamal vann einnig Kopa-bikarinn í síðasta mánuði. Eru það verðlaun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, veitur besta unga leikmanni álfunnar ár hvert. Alls koma 50 íþróttablaðamenn að kjörinu en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003. Síðan þá hafa leikmenn á borð við Wayne Rooney, Lionel Messi, Kylian Mbappé, Erling Haaland og Jude Bellingham hlotið nafnbótina. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Þá hefur Vicky López, leikmaður Barcelona og spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hlotið nafnbótina Gullstúlka (e. Golden Girl) ársins. Hinn 17 ára gamli Yamal hefur verið frábær á leiktíðinni sem nú stendur yfir. Hann var ljósi punkturinn á annars döpru tímabili Börsunga á síðustu leiktíð og þá var hann í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta sumar. ⭐ 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐁𝐨𝐲 𝟐𝟎𝟐𝟒 ⭐ pic.twitter.com/Sf3cQp8W4E— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 27, 2024 Nafnbótina hlýtur sá leikmaður undir 21 árs aldrei sem hefur staðið sig best ár hvert. Verandi aðeins 17 ára og fjögurra mánaða gamall er Yamal yngsti leikmaðurinn til að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Gavi, samherji Yamal hjá Barcelona, var sá yngsti til að vinna verðlaunin en hann var 18 ára og 77 daga gamall þegar hann vann árið 2022. Segja má að Barcelona hafi unnið tvöfalt í ár þar sem hin 18 ára gamla Vicky López hlaut nafnbótina Gullstúlka ársins. Hún gekk í raðir Börsunga árið 2022 og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Spán. 🏆 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐆𝐢𝐫𝐥 & 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐖𝐨𝐦𝐚𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟒🏆 pic.twitter.com/S2OApDNEaS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) November 27, 2024 Yamal vann einnig Kopa-bikarinn í síðasta mánuði. Eru það verðlaun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, veitur besta unga leikmanni álfunnar ár hvert. Alls koma 50 íþróttablaðamenn að kjörinu en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003. Síðan þá hafa leikmenn á borð við Wayne Rooney, Lionel Messi, Kylian Mbappé, Erling Haaland og Jude Bellingham hlotið nafnbótina.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira