Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 22:17 Lewandowski fagnar ásamt samherjum sínum. EPA-EFE/Alberto Estevez Robert Lewandowski, framherji Barcelona, varð í kvöld þriðji leikmaðurinn til að skora hundrað mörk i Meistaradeild Evrópu. Það gerði hann í 3-0 sigri Börsunga á Brest. Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33
Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33
Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06