Julián Alvarez kom gestunum frá Madríd yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn. Marcos Llorente tvöfaldaði forystuna og gestirnir leiddu með tveimur í hálfleik. Alvarez bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Atlético á 59. mínútu.

Antoine Griezmann kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði fjórða mark gestanna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Varamaðurinn Ángel Correa skoraði svo tvívegis og lauk leiknum með sex marka sigri gestanna.
Atl. Madríd er í 9. sæti níu stig að loknum fimm leikjum. Sparta Prag er í 28. sæti með fjögur stig.

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Mílanómönnum yfir eftir undirbúning enska framherjans Tammy Abraham. Heimamenn jöfnuðu metin undir lok fyrri hálfleiks, Tigran Barseghyan með markið og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Rafael Leão kom gestunum yfir á 68. mínútu og þremur mínútum síðar hafði Abraham tvöfaldað forystuna. Nino Marcelli minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiks áður en Marko Tolic nældi sér í tvö gul spjöld á jafn mörgum mínútum og heimaliðið manni færri þegar flautað var til leiksloka.

AC Milan er í 10. sæti með níu stig á meðan Bratislava er á botni Meistaradeildarinnar án stiga.