Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:39 Davíð Þór sagði ekkert að marka tölur um jöfnuð; hellingur af fólki byggi við skort. Vísir/Vilhelm „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira