Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2024 21:34 Jón Guðmundsson var goðsögn í fasteignabransanum á Íslandi. Vignir Már Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur. Andlát Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur.
Andlát Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira