Innlent

#ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum á fundinum.
Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum á fundinum.

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og aðildarfélög sín, bjóða til kosningafundar ungs fólks með forystufólki stjórnmálaflokkanna og ungliðahreyfinga þeirra.

Fundurinn fer fram undir yfirskriftinni „#ÉgKýs hagsmuni ungs fólks“ og er ætlað að vera helsti vettvangur ungs fólks til að kynna sér stefnumál flokkanna og afstöðu frambjóðenda til áherslumála yngri kynslóða. Fundurinn verður haldinn í Sjálfsstæðissalnum við Austurvöll og hefst kl. 14 í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Með kosningafundinum verður lýðræðisherferðinni og átaksverkefninu #ÉgKýs ýtt úr vör í aðdraganda skuggakosninga sem fram fara í öllum framhaldsskólum landsins þann 21. nóvember og alþingiskosninga þann 30. nóvember. Markmið #ÉgKýs verkefnisins er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í von um að kosningaþátttaka ungs fólks aukist. 

Fundarstjóri fundarins er Kristín Ólafsdóttir fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×