Fótbolti

Sinnir her­skyldu á netinu

Sindri Sverrisson skrifar
Kim Min-jae með félaga sínum Harry Kane í Bayern München.
Kim Min-jae með félaga sínum Harry Kane í Bayern München. Getty/El-Sagga

Kim Min-jae , varnarmaður Bayern München, þarf eins og aðrir suðurkóreskir karlmenn að sinna herskyldu. Það fær hann hins vegar að gera í gegnum netið. 

Frá þessu greinir þýska blaðið Bild og segir að sérstakur samningur hafi verið gerður til að þetta væri mögulegt. Kim þarf að sinna herskyldu í 1-2 klukkustundir í hverri viku. 

Herskylda í Suður-Kóreu er að minnsta kosti 18 mánuðir en toppíþróttafólk þarf þó aðeins að sinna henni í 450 klukkustundir.

Kim sinnti fyrri hluta herskyldu sinnar sumarið 2023, áður en hann fór frá Napoli til München, þegar hann dvaldi í þrjár vikur í Suður-Kóreu.

Núna á hann aðeins eftir að klára hundrað klukkustundir og það getur hann gert í gegnum internetið, samkvæmt sérstöku leyfi sem hann fékk.

Kim, sem er 27 ára, hefur verið í byrjunarliði Bayern í öllum tíu deildarleikjum liðsins hingað til á leiktíðinni, sem og í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu og í þýska bikarnum. Hann kom til Bayern fyrir síðiustu leiktíð eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Napoli en lék áður með Fenerbahce í Tyrklandi og þar áður í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×