Í gær var greint frá því að Lineker myndi hætta sem þáttastjórnandi Match of the Day í lok tímabilsins. Hann tók við stjórnartaumunum í þessum fræga þætti 1999.
Chapman stýrir Match of the Day 2 á sunnudögum. Hann fékk boð frá BBC um að taka við aðalþættinum og deila þáttastjórninni með Somers.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chapman hafi ekki verið til í það og hafnað tilboði BBC.
Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við þáttastjórn Match of the Day má nefna Alex Scott og Gabby Logan.