Fótbolti

Henry harð­orður í garð Mbappé

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henry gagnrýnir Mbappé og segist skilja vel pirring leikmanna Real Madríd í garð landa síns.
Henry gagnrýnir Mbappé og segist skilja vel pirring leikmanna Real Madríd í garð landa síns. Nico Vereecken / Photonews via Getty Images

Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið.

„Ég held að liðið sé svekkt út í hann. Sem ég get skilið, þetta er ekki einfalt. Það þarf að gefa honum tíma en samtímis þarf hann að læra að spila sem nía - að hafa vilja til að sýna sig,“ segir Henry um frammistöðu Mbappé í þætti CBS.

Jude Bellingham, liðsfélagi Mbappé, sé að sinna hlutverki Frakkans í framlínunni á sama tíma og hann spili sjálfur sem miðjumaður og reyni að tengja saman spil.

„Bellingham er að reyna að gera það sem nían hans, Mbappé, á að vera að gera,“ segir Henry og bætir við:

„Það er eiginlega alltaf Bellingham sem er að taka hlaup á bakvið vörnina og hann sem er að tengja liðið saman í spili. Samt er það hann sem reynir að brjóta upp varnarlínuna.“

Fleira kemur fram í ítarlegri greiningu Henrys sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×