Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:00 Carlo Ancelotti var áhyggjufullur á blaðamannafundinum vegna ástandsins á Spáni. Getty/Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica. Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira