Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:00 Carlo Ancelotti var áhyggjufullur á blaðamannafundinum vegna ástandsins á Spáni. Getty/Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica. Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira