Hundrað og fjörutíu hið minnsta hafa látið lífið vegna hamfaraflóðanna. Flestir hinna látnu hafa fundist í Valencia héraði, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað.
Nú þegar hafði þremur leikjum í spænska bikarnum, sem áttu að fara fram í gær og fyrradag, verið frestað.
Ákvörðun var svo tekin af spænska knattspyrnusambandinu að fresta öllum leikjum sem áttu að fara fram í Valencia héraði um helgina. Það eru tveir leikir í úrvalsdeild karla, tveir leikir í úrvalsdeild kvenna og þrír leikir í næstefstu deild karla.
Þar á meðal er leikur Valencia og Real Madrid, sem átti að fara fram á laugardag.
Eftir að ákvörðun var tekin um að fresta leiknum tilkynnti Real Madrid að félagið myndi leggja eina milljón evra til aðstoðar í gegnum hjálparstarf Rauða Krossins.
Real Madrid donate one million euros to help victims of DANA storm.#RealMadrid
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) October 31, 2024