CCP kynnir nýjan leik til sögunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 17:30 Leikurinn var kynntur á EVE Fanfest í fyrra. Aðsend Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik. Leikurinn ber nafnið EVE Galaxy Conquest og tilheyrir EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi. Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi.
Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira