Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2024 07:03 Ruud van Nistelrooy sá leikmenn Man United loks nýta færin. Eitthvað sem hann gerði vel sem leikmaður. Nathan Stirk/Getty Images „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira