Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 07:33 Real Madrid skilur ekki hvernig Vinicius Junior gat ekki unnið gullhnöttinn í gær. Hér fagnar hann marki með Brahim Diaz. Getty/Antonio Villalba Óhætt að segja að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn Real Madrid séu sótillir eftir að Vinícius Junior fékk ekki Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í gær. Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira